Þjónusta Facebook, Instagram og Whatsapp hefur nú legið niðri í meira en tvær klukkustundir.
Samkvæmt vefsíðunni Downdetector virtist vandamálið víðtækt og ná víða um heim.
Facebook hefur ekki gefið út hver ástæða bilunarinnar er en sérfræðingar telja að hún gæti tengst bilun hjá DNS-kerfi eða lénsheitakerfi Facebook. Lénsheitakerfið er oft borið saman við netfangaskrá eða símaskrá fyrir netið. Kerfið beinir vöfrum á tölvukerfið sem þjónar vefsíðunni sem þeir eru að leita að.
Bilun í lénsheitakerfinu leiddi meðal annars til þess að fjölmargar vefsíður lágu niðri í júlí. Það er þó sjaldgæft að slík bilun hafi áhrif á svo stórt tæknifyrirtæki sem Facebook, hvað þá að bilunin vari svo lengi.
Andy Stone, samskiptastjóri Facebook, segir á Twitter að fyrirtækið vinni að því að koma hlutunum í lag.
We’re aware that some people are having trouble accessing our apps and products. We’re working to get things back to normal as quickly as possible, and we apologize for any inconvenience.
— Andy Stone (@andymstone) October 4, 2021
hello literally everyone
— Twitter (@Twitter) October 4, 2021