Þrír hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði

Bandarísk-japanski vísindamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hallesmann og Ítalinn Giorgio Parisi hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir loftslagsmódel og aukinn skilning á efnislegum kerfum.

Tilkynningin kemur mánuði áður en alþjóðleg loftslagsráðstefna verður haldin í Glasgow í Skotlandi þar sem hlýnun jarðar verður helsta umfjöllunarefnið. 

Syukuro Manabe, einn þeirra sem hlutu Nóbelsverðlaunin.
Syukuro Manabe, einn þeirra sem hlutu Nóbelsverðlaunin. AFP

Manabe, sem er níræður, og Hasselman, sem er 89 ára, deila með sér helmingi verðlaunafjárins, sem alls hljóðar upp á 10 milljónir sænskra króna, eða tæpar 150 milljónir króna, fyrir vinnu sína við loftslagsmódel. Parisi, sem er 73 ára, fær hinn helming verðlaunanna fyrir vinnu sína við samspil óreglu og sveifla í efnislegum kerfum.



Mennirnir þrír sem hlutu verðlaunin.
Mennirnir þrír sem hlutu verðlaunin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert