Orka náttúrunnar hefur ákveðið að gefa vetnisstöð sinni á Hellisheiði nafnið Von.
Fram kemur í tilkynningu frá ON að stöðin sé eina vetnisstöðin í heiminum sem framleiðir grænt vetni úr jarðvarma. Bent er á að tilraunir hafi verið gerðir með vetnið á strætisvagna og allskonar þungavinnuvélar.
„Í tilefni af alþjóðlegum degi vetnis sem haldinn er hátíðlegur í dag ákvað Orka náttúrunnar að gefa vetnisstöð sinni á Hellisheiði nafn. Við leituðum til starfsfólks og fylgjenda okkar á samfélagsmiðlum og fengum fjölda frábærra hugmynda.
Fyrir valinu varð hið fallega nafn VON sem lýsir því mjög vel hvernig ON horfir á vetnið sem gefur okkur ákveðna von í baráttunni við loftslagsvána,“ segir í tilkynningunni.