Útblástur kolefnis í andrúmsloftið hefur aukist mikið hjá 20 ríkustu þjóðum heimsins, samkvæmt nýrri rannsókn.
Í skýrslu frá The Climate Transparency Report kemur fram að koltvísýringur muni aukast um 4% hjá umræddum þjóðum á þessu ári eftir að dregið hafði úr honum um 6% á síðasta ári vegna faraldursins.
Talið er að Kína, Indland og Argentína muni auka útblástur sinn frá árinu 2019, að sögn BBC.
Tvær vikur eru þangað til loftslagsráðstefna verður haldin í Glasgow. Eitt af helstu viðfangsefnum hennar verður að taka skref til að koma í veg fyrir að loftslag hlýni ekki meira en um 1,5 gráður á öldinni en það markmið var sett á Parísarráðstefnunni árið 2015.