Rússneskur leikstjóri og leikkona sneru aftur til jarðar í morgun eftir upptökur á fyrstu kvikmyndinni sem tekin er upp í geimnum.
Yulia Peresild og Klim Shipenko eyddu tólf dögum á alþjóðlegu geimstöðinni en þau lentu í Kasakstan í morgun ásamt geimfaranum Oleg Novitsky sem hafði verið í geimstöðinni í sex mánuði.
Kvikmyndatökurnar eru fyrir myndina The Challange en lítið er vitað um söguþráð hennar.
Ef myndin kemur út á tilsettum tíma mun hún verða fyrsta útgefna kvikmyndin sem tekin er upp í geimnum, á undan nýjustu mynd leikarans Tom Cruise, Mission Impossible, sem er samstarfsverkefni Cruise, SpaceX og NASA.