Facebook verður Meta

Samskiptarisinn Facebook hefur ákveðið að skipta um nafn og mun hér eftir ganga undir heitinu Meta.

Nafnbreytingin nær einungis til móðurfyrirtækis Facebook en samskiptamiðillinn Facebook og dótturfyrirtæki á borð við Instagram og Whatsapp munu halda sínum heitum.

Facebook segir þá hið nýja nafn gefa skýrari mynd af því sem fyrirtækið mun fást við en á meðal þess verður innkoma á ný svið á borð við sýndarveruleika, að því er fram kemur í frétt BBC.

Hulunni var svipt af hinu nýja lógói í dag, Facebook …
Hulunni var svipt af hinu nýja lógói í dag, Facebook verður hér eftir Meta. AFP

Zuckerberg spenntur fyrir sýndarveruleika

„Ég kynni það með stolti að fyrirtækið okkar mun hér eftir ganga undir heitinu Meta,“ segir Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, í kynningarmyndbandi sem The Recount birti í dag. 

„Við höfum í grunninn sömu markmið; að leiða fólk saman. Öll okkar öpp og fyrirtæki munu halda sínum nöfnum, og við erum enn fyrirtækið sem hannar tækni utan um fólk. En núna tökumst við á við nýtt verkefni – að láta sýndarveruleikann verða að veruleika.“

Nafnbreytingin komi í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar

Segir í frétt BBC að nafnbreytingin komi í kjölfar fjölda neikvæðra frásagna um Facebook, sem byggðar eru á gögnum sem láku frá fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins, en þar var fyrirtækið meðal annars sakað um að meta fjármuni ofar öryggi.

Google fór í gegnum svipað ferli og breytti heiti móðurfyrirtækisins í Alphabet en nafnið hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi.

Breytingin nær til móðurfyrirtækisins Facebook, en öll öpp í eigu …
Breytingin nær til móðurfyrirtækisins Facebook, en öll öpp í eigu fyrirtækisins munu halda sínum nöfnum, þar á meðal Facebook-appið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert