Sýndarveruleikaheimur Meta 25 árum of snemma

AFP

Við vor­um að vinna í þessu hjá OZ fyr­ir 25 árum og ég held að það séu enn 25 ár í þetta,“ seg­ir Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, um áform Meta, móður­fé­lags Face­book, að stofna sýnd­ar­veru­leika­heim. Hann seg­ir í sam­tali við mbl.is að hug­mynd­in með sýnd­ar­veru­leika­heim­in­um sé að yf­ir­færa enn meira af dag­lega lífi fólks á hið sta­f­ræna svið.

Hilm­ar nefn­ir að sýnd­ar­veru­leik­inn var fyrst kynnt­ur til sög­unn­ar á ní­unda ára­tugn­um í skáld­sög­unni Snow Crash eft­ir Banda­ríkja­mann­inn Neal Stephen­son. Eft­ir að sú skáld­saga kom út hóf ís­lenska fyr­ir­tækið OZ að reyna að búa til sýnd­ar­veru­leika­heim­inn sem lýst er í bók­inni en Hilm­ar hóf störf hjá fyr­ir­tæk­inu árið 1996.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP. CCP

„Þá var þetta nú lík­lega 50 árum of snemma og síðan eru liðin 25 ár. Ég held að það séu enn ein­hverj­ir ára­tug­ir í að sýnd­ar­veru­leik­inn verði raun­veru­leiki fólks,“ seg­ir Hilm­ar og á við að tækn­in sé enn ekki nægi­lega þróuð. „Þeim væri kannski bet­ur borgið að fara aðeins ró­legra í þetta, þeir eru ekki að missa af neinu.“

Flótti frá vanda­mál­inu

Hilm­ar tel­ur að það sem drífi sam­skipt­ar­is­ann út í sýnd­ar­veru­leik­ann séu vand­ræði með ímynd fyr­ir­tæk­is­ins en fyrr­ver­andi starfsmaður Face­book lak á dög­un­um gögn­um þar sem fyr­ir­tækið er meðal ann­ars sakað um að meta fjár­muni ofar ör­yggi.

„Það er mjög erfitt og flókið að taka á því máli. Ég held að þetta sé því ein­hvers­kon­ar flótti frá vanda­mál­inu og óþol­in­mæði að fara að hella sér út í sýnd­ar­veru­leik­ann og end­ur­skýra fyr­ir­tækið sem Meta,“ seg­ir Hilm­ar og bæt­ir við að Face­book sé orðinn óspenn­andi vinnustaður fyr­ir marga.

AFP

Hann seg­ir þó að áformin séu ekki endi­lega meðvitað til­kynnt á þess­um tíma­punkti til þess að hylma yfir vand­ræði Face­book. 

„Ég held að Mark Zucker­burg sjálf­ur, sem er aug­ljós­lega að drífa þetta mikið og per­sónu­lega áfram, viti ekki al­veg hvað hann eigi að gera með Face­book for­ritið af því þetta er komið á svo erfiðan stað,“ seg­ir Hilm­ar og bæt­ir við að Zu­ker­burg hafi greini­lega mikla ástríðu fyr­ir verk­efn­inu.

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar aðgengi­legri

Hilm­ar seg­ir að al­menn­ing­ur muni sjá margt nýtt frá Meta á næst­unni. „Þeir hafa verið að vinna í þessu í mörg ár, frá því þeir kaupa Ocul­us árið 2015, og eru með um tíu þúsund manns að vinna í verk­efn­inu,“ seg­ir hann og nefn­ir lausn­ir í fund­ar­haldi og í lík­ams­rækt sem ger­ast í sýnd­ar­veru­leik­an­um.

Spurður hvort að áform Meta muni hafa áhrif á tölvu­leikja­heim­inn seg­ist Hilm­ar vera viss um að svo muni vera. „Þetta er rosa­lega öfl­ug fjár­fest­ing inn í brans­ann og mun leiða til enn meiri fjár­fest­inga og fjöl­breytni,“ seg­ir Hilm­ar og legg­ur áherslu á hversu stórt fyr­ir­tæki Meta sé.

Tel­ur þú að dreif­ing per­sónu­upp­lýs­inga muni aukast með sýnd­ar­veru­leika­heim­in­um?

„Ég held að per­sónu­upp­lýs­ing­ar verði enn aðgengi­legri. Sér­stak­lega með Face­book í bíla­stjóra­sæt­inu þá er þetta þeirra ær og kýr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka