Þróa plástra sem gefa bóluefni

Plástrarnir eru um einn rúmsentímetri og á þeim eru um …
Plástrarnir eru um einn rúmsentímetri og á þeim eru um fimm þúsund agnarsmáar nálar sem fara inn í húðina. AFP

Teymi vísindamanna frá Bandaríkjunum og Ástralíu vinna nú að því að þróa bóluefnaplástra en með þeim bóluefni gefið í gegnum plástur en ekki með sprautu. 

Plástrarnir eru um einn rúmsentímetri og á þeim eru um fimm þúsund agnarsmáar nálar sem fara inn í húðina. „Þær eru það smáar að þú sérð þær ekki,“ segir David Muller veirufræðingur við háskólann í Queensland í Ástralíu.

David Muller veirufræðingur við háskólann í Queensland í Ástralíu.
David Muller veirufræðingur við háskólann í Queensland í Ástralíu. AFP

Nálarnar eru þaktar bóluefni og er plásturinn settur á húðina með tóli sem er á stærð við ísknattleiks pökk.

Við rannsóknir á plástrunum var músum gefið bóluefni gegn Covid-19 og segir Mueller að plásturinn hafi í mörgum tilfellum gefið meiri vörn heldur en bóluefni sem gefið var með sprautu.

„Þetta er mjög auðvelt í notkun, það þarf varla hámenntaða heilbrigðisstarfsmenn í verkið,“ segir Mueller. 

Áætlað er að tilraunir á mönnum hefjist í apríl með bóluefnaplástrunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert