Deildarmyrkvi á tungli er nú sýnilegur en hann hófst klukkan 07:19 og nær hámarki klukkan 09:03.
Sævar Helgi Bragason, oft kallaður Stjörnu-Sævar, gerði tunglmyrkvann að umfjöllunarefni sínu í pistli á vefsíðunni stjörnufræði.is nú á dögunum. Sævar bendir á í pistlinum að ekki sé þörf á að notast við nein hjálpartæki til þess að fylgjast með myrkvanum, augun ein nægi. Þó sé eflaust skemmtilegra að notast við handsjónauka eða stjörnusjónauka.
Tunglmyrkvar verða þegar sól, jörð og tungl mynda nærri því beina línu. Tunglmyrkvar sjást aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar í einu.
Tunglmyrkvar geta þá verið þrenns konar; hálfskugga-, deildar og almyrkvar. Myrkvinn sem verður sjáanlegur í fyrramálið er eins og áður segir deildarmyrkvi og þegar hann nær hámarki munu um 97% tunglsins vera almyrkvuð.