Svífur vængjum þöndum eftir ótrúlegan áfanga

Fylgst var grannt með hvort sjónaukanum tækist að bretta út …
Fylgst var grannt með hvort sjónaukanum tækist að bretta út speglana. AFP

James Webb-geimsjónaukinn hefur lokið við að þenja út spegla sína, á sama tíma og hann er á leið til áfangastaðarins sem er í 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Verkfræðingarnir sem vinna að verkefninu fögnuðu glatt við Geimsjónaukavísindastofnunina í Baltimore í Bandaríkjunum, þegar geimferðastofnunin NASA tilkynnti að síðasti speglavængur tækisins hefði verið þaninn að fullu.

Fagnað var ákaft í dag.
Fagnað var ákaft í dag. AFP

Of stór

„Hversu ótrúlegur áfangi,“ sagði Thomas Zurbuchen, háttsettur verkfræðingur NASA, um leið og ljóst varð að þessi hluti verkefnisins væri að baki.

Sjón­auk­inn er risa­vax­inn og flók­inn. Speg­ill­inn, sem notaður er til að safna upp­lýs­ing­um, er 6,5 metr­ar í þver­mál, þris­var sinn­um stærri en á Hubble-sjón­auk­an­um.

Er hann bú­inn til úr 18 sex­hyrnd­um minni spegl­um úr gull­húðuðu berylíni sem get­ur end­ur­varpað inn­rauðu ljósi frá ystu mörk­um al­heims­ins. Brjóta þurfti speg­il­inn sam­an svo hann kæm­ist fyr­ir í Aria­ne-5-eld­flaug­inni.

Að brjóta hann aftur í sundur hefur verið erfitt og krefjandi verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert