5G í loftið án mikilla trafala fyrir loftför

Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur varað við áhrifum 5G-senda á mikilvæg mælitæki …
Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur varað við áhrifum 5G-senda á mikilvæg mælitæki flugvéla. AFP

Fjarskiptafyrirtækin AT&T og Verizon ræstu 5G-senda í Bandaríkjunum í dag án mikilla truflana fyrir flugumferð. Ætlunin var að kveikja á fleiri sendum í dag á en dregið var úr umfangi þess í dag eftir háværar kvartanir frá flugfélögum. 

Einhver flugfélög frestuðu og önnur aflýstu flugferðum vegna ræsingu sendanna í dag en þó færri en svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Laust eftir klukkan sjö í kvöld hafði 261 flugi í Bandaríkjunum verið frestað sem er um helmingi færri en á miðvikudaginn í síðustu viku. Fyrri talan kann að hækka eftir því sem líður á kvöld.

Emirates og ANA aflýstu

Meðal þeirra flugfélaga sem aflýstu flugferðum í Bandaríkjunum voru Emirates, Air India, ANA og Japan Airlines. 

Bæði ANA og Japan Airlines munu halda sig við auglýsta áætlun frá og með morgundeginum. Forseti ANA, Yuji Hirako, greindi frá þessu í tilkynningu:

„Í ljósi þess að fallið var frá ræsingu hluta 5G-útsendingakerfisins mun flug ANA vera í samræmi við áætlun. Sú ákvörðun er tekin í ljósi tilkynningar frá flugmálastjórn Bandaríkjanna sem sagði enga öryggishnökra í notkun Boeing 777 flugvéla á þeim flugvöllum í Bandaríkjunum sem við fljúgum til.“

Segja sendana hafa áhrif á virkni hæðamæla

Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif 5G-turna á hæðamæla flugvéla sem eru nauðsynlegir við lendingu í slæmu skyggni.

AT&T og Verizon voru búin að lofa því að fækka 5G-sendum í grennd við flugvelli eftir kvartanir frá fjölda flugfélaga. Fengu félögin bæði tvö hól frá Hvíta húsinu fyrir þá ákvörðun.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur nú veitt 62% af flugflota Bandaríkjanna grænt ljós á aðflug í lélegu skyggni á flugvöllum í grennd við 5G-senda sem er 22 hundraðshlutum meira en á sunnudaginn var. 

„Þrátt fyrir þessa leyfisveitingu gæti ræsing sendanna samt haft áhrif á flug á einhverjum flugvöllum,“ segir í yfirlýsingu frá eftirlitinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert