Vísindamenn uppgötvuðu meira en 200 nýjar dýra- og plöntutegundir víðsvegar um Mekong-svæðið í Asíu árið 2020, að því er kemur fram í skýrslu Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins, WWF.
Uppgötvunin var gerð þrátt fyrir ógnina sem stafar af loftslagsbreytingum og hegðun mannfólks, þar á meðal fellingu trjáa.
Á meðal tegundanna sem fundust var nýr prímati, litlaus hellafiskur og regnbogasnákur.
Samtals fundust 224 nýjar tegundir dýra og plantna á svæðinu, þar sem löndin Mjanmar, Taíland, Laos, Kambódía og Víetnam eru staðsett.
Ljósmyndir af apanum Popa langur, sem er nefndur eftir eldfjallinu Popa í Mjanmar og er í útrýmingarhættu, náðust einnig. Um 100 apar af þessari tegund búa á fjallinu, að sögn WWF. Aðeins er talið að um 200 til 250 slíkir apar séu til í heiminum