Uppgötvuðu yfir 200 nýjar tegundir

Froskur sem fannst í Víetnam.
Froskur sem fannst í Víetnam. AFP

Vísindamenn uppgötvuðu meira en 200 nýjar dýra- og plöntutegundir víðsvegar um Mekong-svæðið í Asíu árið 2020, að því er kemur fram í skýrslu Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins, WWF.

Uppgötvunin var gerð þrátt fyrir ógnina sem stafar af loftslagsbreytingum og hegðun mannfólks, þar á meðal fellingu trjáa.

Á meðal tegundanna sem fundust var nýr prímati, litlaus hellafiskur og regnbogasnákur.

Plantan Capparis macrantha er ein þeirra tegunda sem voru uppgötvaðar.
Plantan Capparis macrantha er ein þeirra tegunda sem voru uppgötvaðar. AFP

Samtals fundust 224 nýjar tegundir dýra og plantna á svæðinu, þar sem löndin Mjanmar, Taíland, Laos, Kambódía og Víetnam eru staðsett.

Eðlan Cyrtodactylus phnomchiensis var uppgötvuð í Kambódíú.
Eðlan Cyrtodactylus phnomchiensis var uppgötvuð í Kambódíú. AFP

Ljósmyndir af apanum Popa langur, sem er nefndur eftir eldfjallinu Popa í Mjanmar og er í útrýmingarhættu, náðust einnig. Um 100 apar af þessari tegund búa á fjallinu, að sögn WWF. Aðeins er talið að um 200 til 250 slíkir apar séu til í heiminum

Apinn Trachypithecus popa af tegundinni Popa langur á gangi í …
Apinn Trachypithecus popa af tegundinni Popa langur á gangi í skóglendi í Mjanmar. AFP
Þessi snákur fannst í Laos.
Þessi snákur fannst í Laos. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert