Tímamót í þróun bóluefnis gegn krabbameini

Notuð er sama tækni og við gerð bóluefnis gegn Covid-19
Notuð er sama tækni og við gerð bóluefnis gegn Covid-19 AFP

Vís­inda­menn hafa gert tíma­móta­upp­götv­un við þróun bólu­efn­is gegn krabba­meini eft­ir að fram­leiðend­ur á bak við bólu­efni Pfizer gegn Covid-19 notuðu sömu tækni til að koma í veg fyr­ir að bri­skrabba­mein tæki sig upp hjá sjúk­ling­um. The Tel­egraph grein­ir frá.

Bólu­efnið, sem er sér­sniðið að hverj­um sjúk­lingi, get­ur virkjað ónæmis­kerfið þannig að það ræðst á krabba­meins­frum­ur og þannig er komið í veg fyr­ir að þær nái að fjölga sér aft­ur.

Sér­fræðing­ar á bak við Pfizer-bólu­efnið þróuðu bólu­efni fyr­ir sjúk­linga með bri­skrabba­mein í sam­starfi við lækna í New York og voru niður­stöðurn­ar kynnt­ar á ár­legri lækn­aráðstefnu í Chicago um síðustu helgi. 

Helm­ing­ur laus við meinið 18 mánuðum eft­ir aðgerð

Helm­ing­ur þeirra sem fékk bólu­efnið, eft­ir að hafa geng­ist und­ir skurðaðgerð, var laus við krabba­meinið átján mánuðum eft­ir aðgerðina.

Von­ir eru bundn­ar við að já­kvæðar niður­stöður séu fyr­ir­boði um ákveðin tíma­mót í meðhöndl­un annarra ill­vígra krabba­meina.

Dr. Vin­od Balachand­ran, sér­fræðing­ur við Memorial Sloan Ketter­ing krabba­meinsmiðstöðina í New York, seg­ir að ólíkt öðrum ónæm­is­meðferðum, þá virðist mRNA ból­efni hafa þann eig­in­leika að geta örvað ónæmis­kerfið í sjúk­ling­um með bri­skrabba­mein.

„Við erum mjög spennt yfir þessu og fyrstu niður­stöður benda til þess að ef ónæmis­kerfið svar­ar vel, þá verði út­kom­an betri.“

Bólu­efnið þróað úr æxl­inu

Bri­skrabba­mein er aðeins skurðtækt í um tutt­ugu pró­sent til­fella en aðeins lít­ill hluti þeirra sem gang­ast und­ir aðgerð lif­ir í lang­an tíma. 

Tutt­ugu sjúk­ling­ar með skurðtækt bri­skrabba­mein tóku þátt í rann­sókn­inni. Þeir geng­ust und­ir aðgerð, þar sem æxlið var fjar­lægt og sýni úr því var sent til Bi­oNTech í Þýskalandi þar sem bólu­efni var þróað fyr­ir hvern og einn og það sent til baka. Sjúk­ling­arn­ir fengu líka ónæm­is­meðferð til að auka lík­ur á góðu svari.

Sex­tán sjúk­ling­ar fengu níu skammta af bólu­efni níu vik­um eft­ir aðgerðina og helm­ing­ur þeirra sýndi sterkt ónæm­is­svar. Átján mánuðum síðar voru þeir all­ir átta laus­ir við krabba­meinið. Lækn­ar gera ráð fyr­ir því að svo­kallaðar T-frum­ur sem bólu­efnið virðist ná að virkja, hafi komið í veg fyr­ir að meinið tæki sig upp aft­ur.

Ekki er vitað af hverju aðeins helm­ing­ur þeirra sem fengu bólu­efni mynduðu ónæm­is­svar, en krabba­meinið tók sig aft­ur upp hjá sex þeirra á inn­an við ári. Vís­inda­menn rann­saka nú hverju þetta sæt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert