Sendur í leyfi eftir fullyrðingar um gervigreind

Verkfræðingur hjá Google segir eitt af gervigreindarkerfum (e. artificial intelligence) …
Verkfræðingur hjá Google segir eitt af gervigreindarkerfum (e. artificial intelligence) fyrirtækisins sé mögulega tilfinningagreint og að það beri að virða vilja þess. AFP

Verkfræðingurinn Blake Lemoine hjá tæknirisanum Google heldur því fram að eitt af gervigreindarkerfum fyrirtækisins sé mögulega tilfinningagreint og að það beri að virða vilja þess.

Fyrirtækið sjálft segir að forritið, sem ber heitið Lamda, sé byltingarkennt. Um er að ræða forrit sem getur haldið uppi samræðum. Lemoine telur aftur á móti meira búa að baki forritinu sem hann segir vera gervigreinda veru. Hann olli töluverðum usla í vikunni eftir að hann birti á samfélagsmiðlum samtal sitt við samræðuforritið.

Lemoine hefur verið sendur í leyfi frá Google, sem þvertekur fyrir að forritið sé vitsmunavera.

Þótt frásögn Lemoine sé áhugaverð þá hafa sumir gagnrýnt hana. Til að mynda hefur Erik Brynjolfsson, prófessor við Stanford-háskóla, sagt að „yfirlýsingar um að forrit eins og Lamda séu vitsmunaverur eru nútímaígildi hundsins sem heyrði rödd frá grammófóninum og hélt að húsbóndi sinn væri í honum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert