Eftir fimm ára byggingaframkvæmdir opnaði tæknirisinn Google nýtt húsnæði fyrir starfsfólk sitt fyrr í vikunni.
Húsið er 100 þúsund fermetrar að stærð, útbúið sólarplötum og er staðsett við hliðina á höfuðstöðvunum Googleplex.
Starfsfólk Google hefur undanfarið unnið töluvert heiman frá sér vegna kórónuveirunnar en reiknað er með því að með tilkomu nýja hússins og dvínunar faraldursins verði húsið fljótt að fyllast af starfsfólki. Áfram verður þó auðvelt að vinna heiman frá sér.