Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í lok júlí

Bóluefni við apabólu er væntanlegt til landsins í lok júlí.
Bóluefni við apabólu er væntanlegt til landsins í lok júlí. AFP

Von er á send­ingu hingað til lands á sam­tals 1.400 skömmt­um af bólu­efn­inu Jynn­eos gegn apa­bólu í lok júlí. Íslensk heil­brigðis­yf­ir­völd tryggðu sér byrgðir af bólu­efn­inu með þátt­töku í Evr­ópu­sam­starf­inu HERA.

Bólu­efnið Jynn­eos er sam­bæri­legt bólu­efn­inu Im­vanex. Það er skráð til notk­un­ar fyr­ir full­orðna við bólu­sótt og talið að það veiti einnig vernd gegn apa­bólu. Gert er ráð fyr­ir að bólu­setn­ing verði boðin þeim sem verða út­sett­ir fyr­ir apa­bólu, sér­stak­lega ein­stak­ling­um með und­ir­liggj­andi ónæm­is­bæl­ingu og heil­brigðis­starfs­mönn­um. Bólu­efnið get­ur einnig veitt vernd ef gefið fyrstu dag­ana eft­ir út­setn­ingu.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ann­ast kaup á bólu­efn­inu. Því er út­hlutað til þeirra þjóða sem taka þátt í Evr­ópu­sam­starf­inu HERA og EU4health og er út­hlut­un­in hlut­falls­leg í sam­ræmi við íbúa­fjölda hverr­ar þjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert