Niðurstöður lítillar rannsóknar vísindamanna við heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna gefa til kynna að viðbrögð ónæmiskerfisins við sýkingum af völdum kórónuveirunnar valdi skaða á æðum í heilanum og geta mögulega verið ástæðan fyrir langvinnum Covid-einkennum.
Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu Brain, byggði á krufningu á heila níu manns sem létust skyndilega eftir að hafa smitast af veirunni.
Vísindamennirnir komust að því að mótefni fólksins sem réðst á frumurnar í æðum heilans olli bólgu og skemmdum.
Þessi uppgötvun gæti útskýrt hvers vegna sumir kljást við langtímaáhrif af völdum Covid, þar á meðal höfuðverk, þreytu, tap á bragð- og lyktarskyni, svefnörðugleikum og „heilaþoku“.
Einnig gæti uppgötvunin hjálpað til við meðferð gegn langvinnum Covid-einkennum.