Hraða uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni

Erling Freyr Guðmundssyndi frá Ljósleiðara ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt …
Erling Freyr Guðmundssyndi frá Ljósleiðara ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova. Ljósmynd/Aðsend

Nova og Ljós­leiðar­inn hafa und­ir­ritað samn­ing um nýt­ingu Ljós­leiðara á landsvísu sem mun flýta fyr­ir upp­bygg­ingu 5G enn frek­ar.

Með þessu sam­starfi gefst Nova enn frek­ar kost­ur á að styrkja fjar­skipta­sam­bönd lands­manna og hraða upp­bygg­ingu 5G á lands­byggðinni og þá sér­stak­lega á Vest­fjörðum og Norðaust­ur­landi. Þá hafa 65 send­ar þegar verið sett­ir upp í öll­um lands­hlut­um og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Nova hef­ur frá upp­hafi verið í fara­broddi í inn­leiðingu nýj­ustu tækni og er komið lengst í upp­bygg­ingu 5G á Íslandi. Þá samdi Ljós­leiðar­inn ný­verið við ut­an­rík­is­ráðuneytið um af­not af tveim­ur af átta ljós­leiðaraþráðum í ljós­leiðara­streng NATO. Sá streng­ur ligg­ur hring­inn í kring­um Ísland og til Vest­fjarða,“ að því er Nova grein­ir frá.

Jafn­framt seg­ir, að sam­starf Nova og Ljós­leiðarans ýti enn frek­ar und­ir það mark­mið stjórn­valda að fyr­ir árs­lok 2025 verði 99,9% þjóðar­inn­ar með aðgengi að ljós­leiðara.

„Aðgengi heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana að ör­ugg­um fjar­skipt­um er mik­il­vægt í nú­tíma­sam­fé­lagi. Upp­bygg­ing þess­ara innviða gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í auk­inni sam­keppni á fjar­skipta­markaði og ekki síst fyr­ir heild­sölu- og stór­not­end­ur á lands­byggðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert