„Hver einasta mynd er ný uppgötvun“

Eins konar landslag innan um fjölda stjarna skammt frá svæði …
Eins konar landslag innan um fjölda stjarna skammt frá svæði þar sem stjörnur myndast sem kallast NGC 3324 í Carina Nebula. AFP

Nýj­ar mynd­ir frá Webb-geim­sjón­auk­an­um voru birt­ar í dag af Geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna, Nasa.

„Hver ein­asta mynd er ný upp­götv­un," sagði Bill Nel­son, yf­ir­maður hjá NASA. „Hver þeirra mun veita mann­kyni sýn á al­heim­inn sem við höf­um aldrei séð áður."

Fimm vetrarbrautir hópast saman á þessari mynd sem sýnir svokallaðan …
Fimm vetr­ar­braut­ir hóp­ast sam­an á þess­ari mynd sem sýn­ir svo­kallaðan kvin­t­ett Stephans. AFP/​NASA

Skýr­asta mynd­in til þessa úr fjar­læg­ustu kim­um al­heims­ins frá því fyr­ir 13 millj­örðum ára, var birt í gær.

Ein af mynd­un­um í dag sýn­ir vatns­gufu í and­rúms­lofti fjar­lægr­ar gasplán­etu, eða WASP-96 sem var upp­götvuð árið 2014. Hún er í næst­um 1.150 ljós­ára fjar­lægð frá jörðu og er um helm­ing­ur af massa Júpíters og ferðast í kring­um sól sína á aðeins 3,4 dög­um.

Vetarbrautirnar fimm.
Vet­ar­braut­irn­ar fimm. AFP
Ein af myndunum sem voru birtar í dag.
Ein af mynd­un­um sem voru birt­ar í dag. AFP/​NASA
AFP/​NASA
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert