Styttist í fleiri myndir frá Webb

Fyrsta myndin frá Webb-sjónaukanum sem var birt í gær.
Fyrsta myndin frá Webb-sjónaukanum sem var birt í gær. AFP/NASA

Eft­ir að hafa birt skýr­ustu mynd­ina til þessa úr fjar­læg­ustu kim­um al­heims­ins er meira efni vænt­an­legt síðar í dag frá Webb-geim­sjón­auk­an­um. Mynd­in sem var birt á mánu­dag hef­ur vakið mikla at­hygli víða um heim. Hún sýn­ir al­heim­inn eins og hann leit út fyr­ir 13 millj­örðum ára, að sögn Geim­ferðastofn­un­ar Banda­ríkj­anna, NASA.

Webb-geimsjónaukinn skilur sig frá eldflauginni Ariane 5 á þessari mynd …
Webb-geim­sjón­auk­inn skil­ur sig frá eld­flaug­inni Aria­ne 5 á þess­ari mynd sem var tek­in 25. des­em­ber í fyrra. AFP/​NASA

Næstu mynd­ir munu upp­lýsa um and­rúms­loft fjar­lægr­ar gasplán­etu, svæði þar sem stjörn­ur mynd­ast, vetr­ar­brauta-„kvin­t­ett" og gas­ský í kring­um deyj­andi stjörnu.

Mynd­irn­ar verða birt­ar klukk­an 14.30 að ís­lensk­um tíma og verður viðburðinum streymt beint frá geim­ferðastöð NASA, rétt fyr­ir utan banda­rísku höfuðborg­ina Washingt­on.

Webb-geim­sjón­auk­an­um var skotið á loft frá Frönsku-Gín­eu í des­em­ber í fyrra. Hann er á spor­baug um sólu í 1,6 millj­óna kíló­metra fjar­lægð frá jörðu.

Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins nem­ur 10 millj­örðum doll­ara, sem ger­ir það eitt það dýr­asta til þessa á sviði vís­inda.

Stærsti spegill Webb-sjónaukans áður en honum var skotið á loft.
Stærsti speg­ill Webb-sjón­auk­ans áður en hon­um var skotið á loft. AFP/​NASA

Stærsti speg­ill Webb er 6,5 metr­ar í þver­mál og er bú­inn til úr 18 gull­húðuðum spegla­brot­um. Rétt eins og þegar fólk held­ur á farsíma til að taka ljós­mynd er mik­il­vægt að þetta mann­virki sé eins stöðugt og mögu­legt er til að það nái sem best­um mynd­um.

Geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna reikn­ar með því að eldsneyti sjón­auk­ans muni duga næstu 20 árin úti í geimn­um.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fylgist með fyrstu myndunum frá Webb-sjónaukanum.
Joe Biden Banda­ríkja­for­seti fylg­ist með fyrstu mynd­un­um frá Webb-sjón­auk­an­um. AFP/​NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert