NASA tekur fyrstu skrefin í Artemis áætlun

NASA skipuleggur tilraunaflaugar fyrir ferðir til tunglsins.
NASA skipuleggur tilraunaflaugar fyrir ferðir til tunglsins. AFP

NASA mun líklegast hleypa af stokkunum fyrstu tilraunaflaug án áhafnar þann 29.ágúst,  sem hluta af Artemis-áætlun þeirra.

Flaugin er sú fyrsta í röð leiðangra sem hefur það lokamarkmið að senda menn til tunglsins og byggja ásættanlega viðurvist þar.

Undirbúningur fyrir ferðir til mars

Artemis leiðangurinn á að nýtast sem ákveðinn undirbúningur fyrir áætlaðar ferðir til mars á næstu árum. 

Tilraunaflaugin mun ferðast um ystu hlið tunglsins í ferð sem tekur fjórar til sex vikur og snúa síðan aftur til jarðar á meiri hraða en nokkurt skip hefur áður gert. Með henni getur NASA betur tryggt öryggi áhafnar í fyrstu Artemis ferðinni og skilvirkni flaugarinnar.

Artemis-2 fyrsta mannaða flaugin

Jim Free, aðstoðarstjóri NASA, sagði að mögulegir skotdagar fyrir Space Launch System og Orion áhafnarhylkið væri 29. ágúst, 2. september og 5. september. 

Artemis-2 verður fyrsta tilraunaflaugin með áhöfn, en hún á að fljúga í kringum tunglið án þess að lenda. Fyrsta konan til að lenda á suðurpól tungslins verður meðlimur í áhöfninni í Artemis-3 flauginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert