Snjallasti spítali Evrópu í Svíþjóð

Starfsmaður Karolinska sjúkrahússins.
Starfsmaður Karolinska sjúkrahússins. AFP

Karólínska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi er í níunda sæti á lista yfir snjöllustu spítala heims fyrir árið 2023.

Á lista sem tímaritið Newsweek birti í dag má sjá 300 spítala sem eru leiðandi á sviði svokallaðrar snjalltækni. Fyrstu átta sætin skipa spítalar í Bandaríkjunum en Karólínska kemur næst þar á eftir. Björn Zoëga er forstjóri Karólínska en hann situr einnig í stjórn Landspítalans.

Endurskilgreina upplýsingamiðlun og umönnun

Snjallspítalar nota nýjustu tækni til að endurhugsa og skilgreina upp á nýtt umönnun og upplýsingamiðlun í heilbrigðiskerfinu með notkun sýndarumönnunar, stafrænnar myndatækni, gervigreindar og vélmennafræði.

Listinn er byggður á alþjóðlegum rannsóknum, bæði á vefnum og innan spítalanna, þar sem forstjórar og sérfræðingar innan heilbrigðisgeirans með þekkingu á snjallspítölum tilnefna spítala sem eru leiðandi á sviði snjalltækni, auk sem tæknin er prófuð og metin af fagaðilum.

Allir tilnefndir spítalar eru svo rannsakaðir út frá því sem þeir hafa afrekað. Í heildina eru spítalar í 28 löndum á listanum, langflestir (87) eru í Bandaríkjunum.

Rétt er að geta þess að Karólínska var í áttunda sæti yfir bestu spítala heims fyrir árið 2022, en fyrir næsta ár stendur hann sérstaklega upp úr í flokki gervigreindar.

Efstu tíu sætin á listanum má sjá hér að neðan.

1 Mayo Clinic - Rochester Rochester United States MN Artificial Intelligence, Robotics
2 Massachusetts General Hospital Boston United States MA
3 The Johns Hopkins Hospital Baltimore United States MD
4 Cleveland Clinic Cleveland United States OH Artificial Intelligence
5 The Mount Sinai Hospital New York United States NY Digital Imaging, Artificial Intelligence
6 Brigham And Women's Hospital Boston United States MA Electronic Functionalities
7 MD Anderson Cancer Center Houston United States TX Electronic Functionalities
8 Memorial Sloan Kettering Cancer Center New York United States NY Electronic Functionalities, Robotics
9 Karolinska Universitetssjukhuset Solna Sweden Artificial Intelligence
10 Houston Methodist Hospital Houston United States TX Digital Imaging, Artificial Intelligence
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert