Geimflaug NASA rekst á smástirni í kvöld

Tölvugerð mynd frá því í nóvember sem sýnir DART geimskipið …
Tölvugerð mynd frá því í nóvember sem sýnir DART geimskipið í þann mund að klessa á Dimorphos loftsteininn. AFP/NASA

Banda­ríska geim­ferðar­stofn­un­in NASA hyggst í dag láta geim­flaug fljúga á smá­st­irni til þess að breyta spor­baugi loft­steins­ins. Þetta er gert í til­rauna­skyni til að ganga úr skugga um það hvort hægt sé að breyta stefnu loft­steins sem myndi ann­ars lenda á jörðinni, hugs­an­lega með hrika­leg­um af­leiðing­um.

Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er reynt. Verk­efni af þessu tagi hafa ein­göngu verið vís­inda­skáld­skap­ur hingað til, en kvik­mynd­irn­ar Arma­geddon og Don‘t Look Up fjalla ein­mitt um loft­steina­ógn af þessu tagi.

Geim­skip­inu var skotið á loft í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um í nóv­em­ber í fyrra. Það nálg­ast nú skot­mark sitt og ef allt geng­ur sam­kvæmt áætl­un rekst það á smá­st­irnið klukk­an 23.14 í kvöld, á um það bil 22.500 km/​klst hraða.

Geim­skipið er á stærð við bif­reið en smá­st­irnið Dimorp­hos er um 160 metr­ar á lengd.

Hægt verður að fylgj­ast með viðburðinum í kvöld í beinu streymi á heimasíðu NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert