Ný gervigreindargleraugu gætu breytt fjölmörgum lífum

Ný tækni gæti breytt lífum fjölda fólks.
Ný tækni gæti breytt lífum fjölda fólks. Skjáskot

Ný gleraugu sem byggja á gervigreindartækni gætu breytt lífum margra heyrnaskertra og heyrnalausra í náinni framtíð. 

Um er að ræða gleraugu sem texta samtöl fólks í rauntíma. Þannig getur fólk sem glímir við heyrnaskerðingu tekið þátt í og fylgst með talandi samræðum fólks í rauntíma án þess að þurfa að lesa á varir. 

Geta skoðað eldri samræður síður

Þá geta notendur einnig spólað til baka og skoðað eldri samræður í gleraugunum. Þessum gleraugu fylgir svo snjallsímaforrit sem getur þýtt samræðurnar yfir á níu önnur tungumál. 

Fyrirtækið XRAI Glass er á bak við gleraugun en eigandi þess lýsti tækninni sem Alexa fyrir augun þín. Alexa er að sjálfsögðu raddstýrikerfi og hjálparhella sem Amazon býður upp á og hefur slegið í gegn um allan heim. 

Framleiðendur segja gleraugun aðeins vera fyrsta skrefið í þessari mögnuðu tækni en þeir stefna enn hærra og sjá fyrir sér linsur sem fólk getur haft í augunum. 

Innblásin af 97 ára gömlum afa

Gleraugun eru innblásin af afa eins stofnandans, sem er 97 ára gamall og farinn að missa heyrn. Þrátt fyrir að vera afar skýr átti hann erfitt með að taka þátt í samræðum vegna heyrnaskerðingarinnar og varð oft á tíðum útundan í fjölskylduboðum. Fyrir framan sjónvarpið, þar sem hann gat haft texta lifnaði þó yfir honum en þannig kom hugmyndin um gleraugu sem gætu textað raunverulega samræður í rauntíma. 

Tasha Ambers, sem er heyrnaskert, fékk að prófa gleraugun í fyrsta sinn á dögunum og gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún sá virkni glerauganna. Hún sagðist óska þess að þessi tækni hefði verið til staðar þegar hún var yngri.

„Þetta mun raunverulega hjálpa svo mörgum,“ sagði Ambers. 

Hér má sjá hana prófa gleraugun. 

 

Hér má sjáumfjöllun Inside Edition um gleraugun. 

 

Á TikTok hefur myndband sem sýnir virkni gleraugnanna einnig verið að slá í gegn en það má sjá hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert