Virkja háhita af hafsbotni

Olíuborpallar í Norðursjó.
Olíuborpallar í Norðursjó.

Orkustofnun hefur endurnýjað leyfi North Tech Energy ehf. til leitar að jarðhita á rannsóknarsvæðum við Reykjaneshrygg og fyrir Norðurlandi. Markmið fyrirtækisins er að finna háhitasvæði til að nýta við þróun jarðvarmavirkjana á pöllum á virkjanastað, í líkingu við olíuborpalla í Norðursjó og víðar.

North Tech Energy hafði leyfi til rannsókna á tveimur svæðum við landið á árunum 2017 til 2019. Geir Brynjar Hagalínsson, eigandi fyrirtækisins, segir að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi kortlagt jarðhitasvæðin út frá mæligögnum sem til eru. „Það komu mjög áhugaverðir hlutir út úr því, til dæmis hversu miklar hreyfingar og varmi er á sjávarbotni,“ segir Geir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert