Hætt var við að skjóta á loft eldflaug SpaceX, Falcon 9, í morgun til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar vegna tæknilegra vandamála.
Tveir geimfarar frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, voru um borð ásamt Rússanum Andrei Fedayev og Sultan al-Neyadi frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Leiðangurinn kallast Dragon Crew-6.
Aðeins tveimur mínútum fyrir flugtak var hætt við vegna vandamáls með kerfi á jörðu niðri, að sögn NASA.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær reynt verður aftur að skjóta flauginni út í geiminn.