Líkur á norðurljósastormi í kvöld

Auroraforecast.is birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi.
Auroraforecast.is birtir upplýsingar um geimveðrið, segulsviðið og skýjahulu yfir Íslandi. Mynd/Skjáskot af Auroraforecast.is

Í kvöld má bú­ast við björtu veðri en stormi í geimn­um, sem eru góðar aðstæður fyr­ir björt og kröft­ug norður­ljós.

Sæv­ar Helgi Braga­son, rit­stjóri Stjörnu­fræðivefs­ins, seg­ir frá þessu og bend­ir á ís­lenska vef­inn Aur­orafor­ecast.is sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um geim­veðrið, seg­ul­sviðið og skýja­hulu yfir Íslandi. Þar er að finna allt það mik­il­væg­asta sem fólk í norður­ljósa­leit þarf að vita.

„Norður­ljós­in verða til þegar hraðfleyg­ar raf­hlaðnar agn­ir frá sól­inni, kallaðar sól­vind­ur, skella á efri hluta loft­hjúps jarðar. Þegar hve hvass­ast er í geimn­um verða ljós­in feg­urst. Þenn­an hraða sól­vind sem við erum inn­an í núna má rekja til kór­ónugoss á sól­inni 11. mars síðastliðinn,“ grein­ir Sæv­ar Helgi frá.

Norðurljós.
Norður­ljós. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Fyr­ir­spurn­ir um bjarta stjörnu

Hann kveðst jafn­framt hafa fengið marg­ar spurn­ing­ar frá fólki um björtu stjörn­una sem skín í vestri við sól­set­ur.

„Þetta er sjálf ástar­stjarn­an Ven­us. Hún er að hækka á lofti og verður áber­andi á kvöld­himn­in­um fram á sum­ar. Júpíter er neðar og lækk­ar hratt á lofti uns hann hverf­ur á bak við sól frá okk­ur séð í mánuðinum,“ seg­ir Sæv­ar Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert