Kynna nýtt lyf í New Orleans

Höfuðstöðvar Alvogen
Höfuðstöðvar Alvogen mbl.is/Kristinn Magnússon

Líf­tæknifyr­ir­tækið Al­votech kynna fyr­ir­hugaða hliðstæðu lyfs­ins Stel­ara, á ársþingi banda­rískra húðsjúk­dóma­lækna í New Or­le­ans, í dag. 

Stel­ara er líf­tækni­lyf við ýms­um al­geng­um ónæm­is og bólgu­sjúk­dóm­um, þar á meðal svæðis­garna­bólgu, bet­ur þekkt sem Crohns-sjúk­dóm­ur, og psori­asis, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Lyfið, AVT04, var ný­lega tekið til skoðunar af banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­inu (FDA) og bíður fyr­ir­tækið nú niðurstaða frá eft­ir­lit­inu um hvort lyfið hljóti markaðsleyfi þar í landi.

Í kynn­ingu Al­votech á rann­sókn um virkni, ör­yggi og þol­an­leika AVT04 lyfs­ins, sé jafn­gild virkni Stel­ara. Rann­sókn­ir á lyf­inu voru bæði gerðar á ein­stak­ling­um sem þjást af psori­asis og á heil­brigðum ein­stak­ling­um.

Líf­tækni er tækni sem ger­ir það mögu­legt að nota líf­ver­ur til að fram­leiða nýj­ar afurðir eða breyta nátt­úru­leg­um ferl­um.

Al­votech, sem var stofnað af Ró­berti Wessman, vinn­ur að þróun átta líf­tækni­lyfja­hliðstæða sem nýst geta sjúk­ling­um með sjálfsof­næm­is-, augn- og önd­un­ar­færa­sjúk­dóma, beinþynn­ingu eða krabba­mein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert