Forrit sem les launaseðla léttir launþegum lífið

Hópurinn samanstendur af þeim Orra Einarssyni, Tómasi Pálmari Tómassyni, Össuri …
Hópurinn samanstendur af þeim Orra Einarssyni, Tómasi Pálmari Tómassyni, Össuri Antoni Örvarssyni, Ólafi Inga Jóhannessyni, Söndru Diljá Kristinsdóttur og Dagnýju Rós Björnsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex nem­end­ur í ný­sköp­un­ar­áfanga í Verzl­un­ar­skóla Íslands hafa hannað frum­gerð að for­riti sem les launa­seðla og grein­ir í þeim hugs­an­leg­ar vill­ur. Þau segja það allra hag að launþegar fái greidd rétt laun fyr­ir sína vinnu. Þá sé mik­il­vægt að fólk læri að lesa launa­seðla og þekki rétt sinn.

Það voru átök­in sem sköpuðust í kring­um kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem voru þeim inn­blást­ur að verk­efn­inu.

Blaðamaður náði tali af þeim Orra Ein­ars­syni fram­kvæmda­stjóra og Tóm­asi Pálm­ari Tóm­as­syni markaðsstjóra og fékk þá til að út­skýra virkni for­rits­ins, sem kall­ast Nómína, og hug­mynd­ina að baki því.

 Get­ur sparað tíma og fyr­ir­höfn

„Áfang­inn er oft nýtt­ur til að skapa ein­hverja vöru, eitt­hvað áþreif­an­legt, en við áttuðum okk­ur strax á því að við vild­um gera eitt­hvað öðru­vísi, eitt­hvað óhefðbundið, þannig við ákváðum að búa til smá­for­rit,“ seg­ir Orri í sam­tali við mbl.is

Þeir segja ekk­ert sam­bæri­legt for­rit til þótt vissu­lega hafi flest stétt­ar­fé­lög sína laun­a­r­eikni­vél. Þeir telja þó að for­rit sem þetta sé mjög praktískt fyr­ir alla aðila og geti sparað not­end­um tíma og fyr­ir­höfn.

„Það er ekk­ert sam­bæri­legt til sem er svona auðvelt í notk­un,“ bend­ir Orri á, en for­ritið mun not­ast við OCR-tækni sem les stafi af ljós­mynd eða skjá­skoti. Gervi­greind vinn­ur síðan úr upp­lýs­ing­un­um og bend­ir á vill­ur ef þær eru til staðar.

Mark­miðið að fólk læri að lesa launa­seðla

„Grunn­hug­mynd­in er þessi launa­mynda­vél sem hjálp­ar til við að lesa launa­seðil­inn og seg­ir til um það hvort út­reikn­ing­ur launa sé rétt­ur. En á bak við það er stimp­il­klukka í for­rit­inu þar sem þú skrá­ir þá tíma sem þú vinn­ur og tal­ar stimp­il­klukk­an við for­ritið og seg­ir til um hvort þú ert að vinna dag­vinnu, yf­ir­vinnu og svo fram­veg­is,“ seg­ir Orri.

En hóp­ur­inn vill einnig að al­menn­ing­ur geti notað for­ritið til að læra að lesa og skilja launa­seðla, án þess að not­ast við tækn­ina. Þess vegna er leik­ur inni í for­rit­inu þar sem sett­ur er upp til­bú­inn launa­seðill þar sem not­and­inn svar­ar ýms­um spurn­ing­um og reyn­ir að átta sig á vill­um.

„Þannig get­ur not­and­inn áttað sig á því hvort hann skil­ur launa­seðil­inn. Við get­um ekki bara treyst á tækn­ina. Við vilj­um fræða al­menn­ing sem von­andi get­ur nýtt for­ritið sér til gagns,“ seg­ir Tóm­as Pálm­ar.

Hug­mynd­in er vel fram­kvæm­an­leg

Það er meira en að segja það að hanna for­rit og fá það til að virka eins og hug­mynd­in seg­ir til um. Hóp­ur­inn er nú að leggja loka­hönd á fyrsta skrefið í þeirri vinnu.

„Við erum búin að hanna út­lit for­rits­ins og virkni þess. Við erum búin að ákveða hvernig við mynd­um út­færa hlut­ina og fram­kvæma þá,“ út­skýr­ir Orri.

Þau hafa fengið það staðfest hjá leiðbein­anda sín­um að hug­mynd­in sé vel fram­kvæm­an­leg, miðað við þá tækni sem til er í dag. Hægt sé að út­búa slíkt for­rit og fá það til að virka rétt. En Google-translate not­ast til dæm­is við OCR-tækni til að þýða texta á mynd­um.

„Þessi tækni er alltaf að þró­ast og verður betri með degi hverj­um,“ seg­ir Tóm­as Pálm­ar.

For­ritið verður á þrem­ur tungu­mál­um fyrst um sinn; ís­lensku, ensku og pólsku, en hóp­ur­inn sér fyr­ir sér að fjölga tungu­mál­un­um fari hann lengra með vinn­una.

„Okk­ur þykir skipta miklu máli að þeir sem ekki hafa ís­lensku sem móður­mál hafi líka aðgang að þess­ari þjón­ustu. Við fram­kvæmd­um markaðsrann­sókn þar sem kom í ljós að fólk með annað móður­mál en ís­lensku lend­ir ít­rekað í því að fá ekki greidd rétt laun,“ seg­ir Tóm­as Pálm­ar.

Opin fyr­ir sam­starfi 

Hóp­ur­inn er op­inn fyr­ir því að fara í sam­starf með öðrum til að ljúka þróun for­rits­ins ef áhuga­sam­ir setja sig í sam­band við þau.

„Ef for­rit­ar­ar vilja slást í hóp­inn með okk­ur, ein­hver fyr­ir­tæki eða jafn­vel verka­lýðshreyf­ing­in, þá erum við alltaf opin fyr­ir sam­tal­inu,“ seg­ir Orri.

„Við telj­um þetta geta létt al­menn­ingi lífið. Rétt út­reiknuð laun er allra hag­ur,“ bæt­ir Tóm­as Pálm­ar við.

Þeir segja alla sem hafa heyrt af for­rit­inu mjög áhuga­sama og fólk telji þörf á for­riti eins og Nómínu.

Í lok mars verður hóp­ur­inn með kynn­ingu á Nómínu á Vörumessu Ungra frum­kvöðla í Smáralind en einnig er hægt að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um for­ritið á In­sta­gram og Face­book.

„Þar geta all­ir sem vilja, séð grunn­hug­mynd­ina að for­rit­inu og hvernig hægt er að nýta sér það,“ seg­ir Tóm­as Pálm­ar að lok­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Nómína (@nomina­for­rit)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert