Gor­don Moore er látinn

Gor­don Moore lést 94 ára að aldri.
Gor­don Moore lést 94 ára að aldri. AFP/Walden Kirsch

Gor­don Moore, tækni­frum­kvöðull og ann­ar stofn­enda In­tel, lést í gær 94 ára að aldri. 

Moore var menntaður verk­fræðing­ur og stofnaði, ásamt Robert Noyce, tæknifyr­ir­tækið In­tel árið 1968. Fyr­ir­tækið fram­leiðir meðal ann­ars ör­gjörva í nær all­ar teg­und­ir tölva.

Moore lét af störf­um hjá In­tel árið 2006. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá In­tel sagði að Moore hafi lát­ist um­kringd­ur fjöl­skyldu sinni á heim­ili sínu á Havaí. 

Tim Cook, for­stjóri Apple, minnt­ist Moore á Twitter og sagði hann hafa verið einn af stofn­end­um Kís­il­dals (e. Silicon Valley).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert