Guðfaðir gervigreindar hefur áhyggjur af þróuninni

Svokallaður guðfaðir gervigreindarinnar segir að framfarir í tækninni hefðu í …
Svokallaður guðfaðir gervigreindarinnar segir að framfarir í tækninni hefðu í för með sér mikila áhættu fyrir samfélagið og allt mannkynið. AFP

Geof­frey Hint­on, sem gjarn­an er kallaður guðfaðir gervi­greind­ar­inn­ar, hef­ur sagt upp störf­um hjá Google til að geta tjáð sig um hætt­ur tækn­inn­ar. Hint­on er þekkt­ast­ur fyr­ir sitt fram­lag til tauga­nets­tækni sem gervi­greind bygg­ist á.

Hint­on sagði í sam­tali við The New York Times að fram­far­ir á sviði gervi­greind­ar hefðu í för með sér þunga áhættu fyr­ir sam­fé­lagið og mann­kynið allt.

„Skoðaðu hvernig þetta var fyr­ir fimm árum og hvernig það er núna,“ sagði Hint­on. 

"Taktu mun­inn og fram­reiknaðu hann. Það er ógn­vekj­andi."

Hann sagði að sam­keppni milli tækn­irisa þrýsti á fyr­ir­tæki til þess að gefa út nýja gervi­greind­ar­tækni á hættu­leg­um hraða.

Greind­in í skugga gervi­greind­ar­inn­ar

„Það er erfitt að sjá hvernig þú get­ur komið í veg fyr­ir að slæm­ir menn noti [tækn­ina] til að gera slæma hluti.“

Árið 2022 byrjuðu bæði Google og OpenAI að byggja upp gervi­greind­ar­líkön sem notuðu miklu meira magn af gögn­um en áður. OpenAI er fyr­ir­tækið á bak við fræga gervi­greind­ar­líkanið Chat­G­PT. 

Hint­on sagði að tækn­in væri „að skyggja á greind mann­anna“ að ein­hverju leyti vegna þess magns gagna sem gervi­greind­in grein­ir.

„Kannski er það sem er að ger­ast í þess­um kerf­um í raun miklu betra en það sem er að ger­ast í heil­an­um.“ Hint­on sagði að þó að gervi­greind hafi verið notuð til að styðja við ýmis störf, gæti hröð stækk­un gervi­greind­ar­lík­ana sett störf í hættu.

Tek­ur burt meira en bara púlið

Hint­on sagði að gervi­greind „tæki burt erfiðis­vinn­una“ en „gæti tekið í burtu meira en það,“. Hann varaði einnig við hugs­an­legri út­breiðslu rangupp­lýs­inga sem skapað er af gervi­greind og að meðalmaður­inn muni „ekki geta vitað hvað er satt leng­ur“.

Hint­on til­kynnti Google um starfs­lok sín sína í síðasta mánuði, að því er New York Times grein­ir frá.

Jeff Dean, aðal­vís­indamaður Google AI, þakkaði Hint­on í yf­ir­lýs­ingu til banda­rískra fjöl­miðla.

„Sem eitt af fyrstu fyr­ir­tækj­un­um til þess að gefa út siðferðis­regl­ur um gervi­greind, erum við áfram staðráðin í ábyrgri nálg­un á gervi­greind,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. „Við erum í sí­fellu að læra að skilja áhætt­urn­ar sem koma fram jafnóðum og við erum djörf hvað varðar nýj­ung­ar.“

Í mars kallaði auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk og ýms­ir sér­fræðing­ar eft­ir því að hlé yrði gert á þróun gervi­greind­ar til að ganga úr skugga um að hún sé ör­ugg. Hint­on skrifaði ekki und­ir þetta bréf á sín­um tíma en sagði við The New York Times að vís­inda­menn ættu ekki að „stækka þetta fyrr en þeir hafa skilið hvort þeir geti stjórnað því“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert