Ósennilegt að bólusetning orsaki tíðavandamál

Bólu­setn­ing gegn kór­ónu­veirunni eyk­ur ekki lík­urn­ar á því að kon­ur …
Bólu­setn­ing gegn kór­ónu­veirunni eyk­ur ekki lík­urn­ar á því að kon­ur leiti lækn­isaðstoðar vegna vanda­mála á tíðahring, að því er kem­ur fram í nýrri rann­sókn. AFP/Andre Pain

Sam­kvæmt nýrri rann­sókn eru kon­ur ekki lík­legri til að leita lækn­isaðstoðar vegna vanda­mála á tíðahring eft­ir bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni. Rann­sókn­in er sú um­fangs­mesta sem gerð hef­ur verið á mál­efn­inu til þessa. 

Frá því að bólu­setn­ing­ar­her­ferðir hóf­ust fyr­ir um það bil tveim­ur og hálfu ári hafa tilkynn­ing­ar borist um tíðabreyt­ing­ar í kjöl­far bólu­setn­inga með mRNA bólu­efn­um Pfizer/Bi­oNTech og Moderna.

Þetta varð til þess að lyfja­eft­ir­lit Evr­ópu­sam­bands­ins mælti með því að mikl­ar tíðir yrðu skráðar sem mögu­leg auka­verk­un bólu­efn­anna. 

Að mati sér­fræðinga hafa bólu­setn­ing­ar­and­stæðing­ar ýkt auka­verk­an­ir bólu­efn­anna stór­lega og dreift vill­andi upp­lýs­ing­um um þá áhættu sem bólu­setn­ing hef­ur í för með sér.

Tek­ur mið af upp­lýs­ing­um um tæp­ar þrjár millj­ón­ir kvenna

Rann­sókn­in, sem birt var í dag, er unn­in út frá gögn­um sænsku sjúkra­skránni og tek­ur mið af upp­lýs­ing­um um tæp­ar þrjár millj­ón­ir kvenna eða um 40 pró­sent af heilda­r­í­búa­fjölda kvenna í land­inu. 

Rann­sökuð voru áhrif fyrsta, ann­ars og þriðja skammts af bólu­efni Pfizer, Moderna og AstraZeneca á tíðahring sænskra kvenna á aldr­in­um 12-74 ára á tíma­bil­inu frá des­em­ber 2020 til fe­brú­ar 2022. 

Ekki skýr or­saka­tengsl

Niðurstaðan er sú að bólu­setn­ing­ar hafa lít­il áhrif á tíðahring þeirra kvenna sem ekki eru komn­ar á breyt­inga­skeið, að því er fram kem­ur í rann­sókn­inni. 

Lít­ils­hátt­ar aukn­ingu á lækn­is­heim­sókn­um vegna tíðavanda­mála mátti greina hjá þeim kon­um sem lokið höfðu breyt­inga­skeiði. Þær leituðu oft­ar til lækn­is í kjöl­far þriðja skammts af bólu­efni Pfizer og Moderna.

Sam­bandið á milli þátt­anna tveggja þótti „veikt og óstöðugt“, seg­ir í rann­sókn­inni.

Loka­álykt­un er sú að „niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna ekki fram á skýr or­saka­tengsl“ á milli bólu­setn­ing­ar gegn kór­ónu­veiru og vanda­mála á tíðahring.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka