Stöðva þróun ChatGPT-5

Frá kynningu á ChatGPT í Toulouse í Frakklandi í janúar.
Frá kynningu á ChatGPT í Toulouse í Frakklandi í janúar. AFP/Lionel Bonaventure

Bak­slag kom í öra þróun sta­f­rænu völv­unn­ar Chat­G­PT, sem náði þeim ein­staka ár­angri að næla sér í 100 millj­ón­ir virkra not­enda á tveim­ur mánuðum, þegar 500 fremstu tækn­ispek­úl­ant­ar heims­ins rituðu Sam Altman, for­stjóra Open AI, bréf í lok mars þar sem þeir lýstu áhyggj­um sín­um af þróun for­rits­ins.

Nýj­asta út­gáf­an, Chat­G­PT-4, kom á markaðinn 14. mars og það var hún sem gerði út­slagið og var kveikj­an að skrif­um tækni­fólks. Er Altman þar beðinn að vægja nú, þróun hans skapi ein­fald­lega „mikla áhættu fyr­ir sam­fé­lagið og mann­kynið“.

„Mun­um ekki halda áfram um sinn“

Öllum að óvör­um lýsti Altman því svo yfir á fyr­ir­lestri í MIT-há­skól­an­um í Massachusetts í apríl að Open AI hygðist stöðva þró­un­ar­vinnu við GPT-5 um óákveðinn tíma. Sagði hann þar að greint hefði verið frá því að fyr­ir­tækið væri að „þjálfa“ GPT-5 um þess­ar mund­ir. „Því ætl­um við að hætta og við mun­um ekki halda því áfram um sinn,“ sagði Altman.

Inga Strüm­ke, gervi­greindar­rann­sak­andi sem ný­lega hef­ur sent frá sér bók þar sem hún var­ar meðal ann­ars við því hvert tækn­in kunni að leiða mann­kynið, kveðst gleðjast yfir orðum Alt­mans. „Sem rann­sak­andi á sviði gervi­greind­ar verð ég að segja að lít­ill feng­ur er í því að segja að kerfi verði betra bara af því að það verður stærra,“ seg­ir Strüm­ke og lík­ir þróun for­rits­ins við þróun kjarn­orku­sprengj­unn­ar.

Eins og ef all­ir fengju eig­in kjarna­vopn

„Ímyndið ykk­ur að það sama hefði verið uppi á ten­ingn­um með Man­hatt­an-verk­efnið [þróun kjarn­orku­sprengj­unn­ar á sín­um tíma]. Banda­rík­in fram­kvæma svo­litl­ar rann­sókn­ir á kjarna­vopn­um og þrem­ur vik­um seinna gætu all­ir fengið sína eig­in kjarn­orku­sprengju. Þessi skammi tími frá rann­sókn­um til út­gáfu ger­ir það að verk­um að við höf­um ekki ráðrúm til að staldra við og hugsa,“ seg­ir hún.

Á mánu­dag­inn hætti Geof­frey Hilt­on hjá Google, maður­inn sem talað hef­ur verið um sem „guðföður gervi­greind­ar­inn­ar“. „Ég hætti hjá Google til að geta tjáð mig vafn­inga­laust um hætt­una sem gervi­greind skap­ar,“ sagði Hilt­on við New York Times við starfs­lok sín.

Þrátt fyr­ir að hafa sett þróun spjall­vél­menn­is­ins á ís hyggst Altman eng­an veg­inn láta af rann­sókn­um sín­um á gervi­greind. Þróun Chat­G­PT-4 mun halda áfram. „Við ætl­um ekki að búa til stærri út­gáf­ur, við ætl­um að búa til betri út­gáf­ur,“ seg­ir for­stjór­inn.

FOX

NRK

Reu­ters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert