G7-ríkin skipa vinnuhóp til að tækla gervigreind

Á fundinum voru rædd ýmis þungavigtarmál.
Á fundinum voru rædd ýmis þungavigtarmál. Brendan Smialowski / AFP

Leiðtogar G7-iðnríkjanna hafa lýst því yfir að leggja þurfi mat á áhrif gervigreindar á alþjóðavísu og stuðla þurfi að ábyrgri nýtingu þeirrar tækni. 

Yfirlýsing þessi var gefin út að loknum fundi leiðtoganna um málefnið, en þeir eru nú saman komnir í Hiroshima í Japan þar sem ýmis þungavigtarmál eru rædd. 

Á fundinum var tekin ákvörðun um að setja saman vinnuhóp til þess að tækla álitaefni tengd gervigreind, allt frá höfundarétti til ábyrgðar á upplýsingaóreiðu og falsfréttum. 

Kallað eftir regluverki

Samu­el Altman, fram­kvæmda­stjóri OpenAi og einn af stofn­end­um spjall­menn­is­ins Chat­G­PT, er meðal þeirra sem kallað hefur eft­ir því að settar verði skorður við gervi­greind­ar­tækni. Þetta kom fram í máli hans er hann sat fyr­ir svör­um um mállíkanið og gervi­greind­ar­tækni á Banda­ríkjaþingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert