Tæknirisinn Apple kynnti í dag fyrstu sýndarveruleikagleraugun sem fyrirtækið setur á markað.
Forstjóri Apple, Tim Cook, kynnti sýndarveruleikagleraugun á þróunarráðstefnu fyrirtækisins, WWDC, í Cupertino í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í dag.
Gleraugun minna helst á skíðagleraugu en um er að ræða öfluga tölvu með þremur skjám, heyrnartólum og myndavélum. Rafhlaða glerauganna endist í tvær klukkustundir.
Framan á gleraugunum er skjár sem sýnir augu þess sem notar gleraugun til þess að auðvelda samskipti við þann sem notar þau.
Gleraugun munu kosta 3.500 dollara í Bandaríkjunum, eða tæplega 500 þúsund krónur. Byrjað verður að selja gleraugun í byrjun næsta árs.