Siðferðileg og samfélagsleg álitaefni

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Páll Rafn­ar Þor­steins­son, verk­efn­is­stjóri við Siðfræðistofn­un Há­skóla Íslands, seg­ir í mörg horn að líta hvað varðar framþróun gervi­greind­ar, ekki síst þegar kem­ur að siðferðileg­um álita­mál­um.

Páll Rafnar Þorsteinsson.
Páll Rafn­ar Þor­steins­son.

Hann seg­ir að und­an­farið hafi at­hygli okk­ar beinst í rík­ari mæli að áhyggj­um um hvað gæti gerst ef við miss­um stjórn á tækn­inni, en við meg­um þó ekki gleyma þeim áskor­un­um sem við stönd­um nú þegar frammi fyr­ir.

Hann seg­ir mik­il­vægt að tækn­inni verði sett­ar skorður og tek­ur fram að þó álita­efn­in stafi af tækni­fram­förum þá væru það mis­tök að gera ráð fyr­ir tækni­leg­um lausn­um. „Þetta eru siðferðileg og sam­fé­lags­leg álita­efni og við þurf­um að tak­ast á við þau sem slík – sem sam­fé­lag.“ 

Málþing á veg­um lands­nefnd­ar UNESCO í sam­vinnu við Há­skóla Íslands og Siðfræðistofn­un HÍ er haldið í dag í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka