Siðferðileg og samfélagsleg álitaefni

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, segir í mörg horn að líta hvað varðar framþróun gervigreindar, ekki síst þegar kemur að siðferðilegum álitamálum.

Páll Rafnar Þorsteinsson.
Páll Rafnar Þorsteinsson.

Hann segir að undanfarið hafi athygli okkar beinst í ríkari mæli að áhyggjum um hvað gæti gerst ef við missum stjórn á tækninni, en við megum þó ekki gleyma þeim áskorunum sem við stöndum nú þegar frammi fyrir.

Hann segir mikilvægt að tækninni verði settar skorður og tekur fram að þó álitaefnin stafi af tækniframförum þá væru það mistök að gera ráð fyrir tæknilegum lausnum. „Þetta eru siðferðileg og samfélagsleg álitaefni og við þurfum að takast á við þau sem slík – sem samfélag.“ 

Málþing á vegum landsnefndar UNESCO í samvinnu við Háskóla Íslands og Siðfræðistofnun HÍ er haldið í dag í Veröld, húsi Vigdísar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert