Fann fleiri vísbendingar um líf á Mars

Forvitni, nýrra Mars-vélmenni Nasa, kann að taka svokallaðar sjálfur. Þessi …
Forvitni, nýrra Mars-vélmenni Nasa, kann að taka svokallaðar sjálfur. Þessi sjálfa var tekin 20. júní, 2021. Ljósmynd/NASA

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur fundið vísbendingar um að aðstæður fyrir líf hafi einu sinni verið til staðar á reikistjörnunni Mars.

Forvitni (e. Curiosity), rann­sókn­ar­vél­menni NASA á Mars, fann vísbendingar um að að loftslagið á plánetunni rauðu hafi einu sinni flakkað á milli þurrkatíðar og bleytutíða, ekki gjörólíkt því sem gerist hér á jörðu.

Í dag er yfirborð Mars úrkomulaus eyðimörk en talið er að ár og stöðuvötn hafi teygt sig víða um hnöttinn fyrir milljörðum ára.

Sexhyrningslaga mynstur gefur í skyn að vatn stöðuvatn hafi þornað …
Sexhyrningslaga mynstur gefur í skyn að vatn stöðuvatn hafi þornað upp og myndast aftur árlega, þ.e.a.s. að árstíðir hafi verið á plánetunni. AFP

Skrifað í sprungurnar

Frá árinu 2012 hefur Forvitni rannsakað Gale-gíginn gríðarstóra, sem er talinn hafa verið stöðuvatn að forðum. Í miðjum gígnum stendur tæplega sex kílómetra hátt fjall.

„Við föttuðum fljótlega að við værum að vinna í stöðuvötnum og ám, en vissum ekki hvernig loftslag tengdist þeim,“ segir William Rapin, vísindamaður hjá frönsku vís­inda­rann­sókna­stofn­un­inni (CNRS) við AFP fréttaveituna.

Gale-gígurinn er um 154 kílómetrar að þvermáli.
Gale-gígurinn er um 154 kílómetrar að þvermáli. Ljósmynd/NASA

Þegar Forvitni fann saltlag á fjallinu árið 2021 rakst hún einnig á mynstur í þornuðu svaði, sem minnti á sprungur. „Þegar stöðuvatn þornar myndast sprungur í svaðinu og þegar það fyllist aftur lagast sprungurnar,“ segir Rapin og bætir við að það gerist nógu oft myndast sexhyrningslaga mynstur.

Þess vegna er þetta „fyrsta áþreifanlega sönnunin um að Mars hafi einu sinni haft árvisst veðurfar,“ segir Rapin. Reglulegar blautar og þurrar árstíðir, eins og á Jörðu, bendi til að aðstæður voru fyrir líf á plánetunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert