Þurfum við allan þennan hraða?

Aðspurður segir Guðmundur 10 Gbit/s tengingar ekki nauðsynlegar öllum heimilum …
Aðspurður segir Guðmundur 10 Gbit/s tengingar ekki nauðsynlegar öllum heimilum strax í dag en á næstu árum gæti þörfin breyst hratt. Allur gangur sé á því hvernig fólk noti netið auk þess sem tækjakostur heimila sé misjafn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er eðli­legt næsta stökk í fjar­skipta­sögu þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Jó­hanns­son sam­skipta­full­trúi Sím­ans og tækni­á­hugamaður. Á dög­un­um var til­kynnt að Míla hygðist upp­færa ljós­leiðara­kerfi sitt á höfuðborg­ar­svæðinu. Upp­færsl­an á að skila allt að tí­falt meiri hraða. Í dag eru ljós­leiðara­teng­ing­ar bæði Mílu og Ljós­leiðarans 1 Gbit/​s en breyt­ing­in á að skila allt að 10 Gbit/​s til heim­ila. Aug­ljóst er að um risa­stórt stökk er að ræða þegar kem­ur að netteng­ing­um heim­ila. Guðmund­ur seg­ir þó að erfitt sé að segja til um hvort þörf­in sé til staðar.

„Net­hraði hef­ur marg­fald­ast á stutt­um tíma og nær alltaf verið á und­an hinni raun­veru­legu þörf. Árið 1999 gang­setti Sím­inn ADSL-kerfið sem var bylt­ing á sín­um tíma en það bauð upp á 256 Kbit/​s hraða í upp­hafi. Með sí­felldri þróun endaði það í 20 Mbit/​s. Með 10 Gbit/​s teng­ingu yfir ljós­leiðara erum við að tala um fimm­hundruðfald­an hraða miðað við bestu mögu­legu ADSL-teng­ingu sem í boði var.“

Þráðlaus net flösku­háls­inn

Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar síðan 1986 þegar Sím­inn lagði fyrsta ljós­leiðara lands­ins frá Múla­stöð í Ármúla að gamla Landsíma­hús­inu við Aust­ur­völl til að tengja sam­an tvær sím­stöðvar. Nokkr­um árum síðar var búið að leggja í all­ar sím­stöðvar lands­ins. Í dag eru ljós­leiðarar tengd­ir við meiri­hluta heim­ila á Íslandi og net­umferð, sím­töl og sjón­varpsþjón­usta flæðir um streng­ina til og frá land­inu á skammri stundu. „Fyr­ir okk­ur tækni­sögunörda er fal­legt að Míla upp­færi not­end­ur sem teng­ist Múla­stöð fyrst í 10 Gbit/​s, þar sem fyrsti ljós­leiðar­inn á Íslandi var lagður,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Tækn­in hef­ur tekið slík stökk að nettengd tæki á heim­il­um má oft telja í tug­um. Sá fjöldi mun aðeins aukast á næstu árum með auk­inni snjall­væðingu. Sjón­vörp, sím­ar, spjald- og far­tölv­ur, leikja­tölv­ur, ís­skáp­ar, þvotta­vél­ar, hátal­ar­ar og ég gæti haldið lengi áfram eru allt dæmi um tæki sem eru nettengd í dag og því eru upp­færsl­ur sem þess­ar á fjar­skipta­kerf­inu nauðsyn­leg­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 31. ág­úst. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert