Þurfum við allan þennan hraða?

Aðspurður segir Guðmundur 10 Gbit/s tengingar ekki nauðsynlegar öllum heimilum …
Aðspurður segir Guðmundur 10 Gbit/s tengingar ekki nauðsynlegar öllum heimilum strax í dag en á næstu árum gæti þörfin breyst hratt. Allur gangur sé á því hvernig fólk noti netið auk þess sem tækjakostur heimila sé misjafn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er eðlilegt næsta stökk í fjarskiptasögu þjóðarinnar,“ segir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans og tækniáhugamaður. Á dögunum var tilkynnt að Míla hygðist uppfæra ljósleiðarakerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu. Uppfærslan á að skila allt að tífalt meiri hraða. Í dag eru ljósleiðaratengingar bæði Mílu og Ljósleiðarans 1 Gbit/s en breytingin á að skila allt að 10 Gbit/s til heimila. Augljóst er að um risastórt stökk er að ræða þegar kemur að nettengingum heimila. Guðmundur segir þó að erfitt sé að segja til um hvort þörfin sé til staðar.

„Nethraði hefur margfaldast á stuttum tíma og nær alltaf verið á undan hinni raunverulegu þörf. Árið 1999 gangsetti Síminn ADSL-kerfið sem var bylting á sínum tíma en það bauð upp á 256 Kbit/s hraða í upphafi. Með sífelldri þróun endaði það í 20 Mbit/s. Með 10 Gbit/s tengingu yfir ljósleiðara erum við að tala um fimmhundruðfaldan hraða miðað við bestu mögulegu ADSL-tengingu sem í boði var.“

Þráðlaus net flöskuhálsinn

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan 1986 þegar Síminn lagði fyrsta ljósleiðara landsins frá Múlastöð í Ármúla að gamla Landsímahúsinu við Austurvöll til að tengja saman tvær símstöðvar. Nokkrum árum síðar var búið að leggja í allar símstöðvar landsins. Í dag eru ljósleiðarar tengdir við meirihluta heimila á Íslandi og netumferð, símtöl og sjónvarpsþjónusta flæðir um strengina til og frá landinu á skammri stundu. „Fyrir okkur tæknisögunörda er fallegt að Míla uppfæri notendur sem tengist Múlastöð fyrst í 10 Gbit/s, þar sem fyrsti ljósleiðarinn á Íslandi var lagður,“ segir Guðmundur.

„Tæknin hefur tekið slík stökk að nettengd tæki á heimilum má oft telja í tugum. Sá fjöldi mun aðeins aukast á næstu árum með aukinni snjallvæðingu. Sjónvörp, símar, spjald- og fartölvur, leikjatölvur, ísskápar, þvottavélar, hátalarar og ég gæti haldið lengi áfram eru allt dæmi um tæki sem eru nettengd í dag og því eru uppfærslur sem þessar á fjarskiptakerfinu nauðsynlegar,“ segir Guðmundur. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 31. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert