Elon Musk íhugar að loka samfélagsmiðlinum X í Evrópu til þess að forðast að fylgja eftir reglugerðum Evrópusambandsins (ESB). Um 9% mánaðarlegra notenda X eru í Evrópu.
Business Insider greinir frá því að Musk sé fúll yfir því að þurfa framfylgja reglugerð ESB sem tók í gildi í ágúst og tekur á dreifingu falsfrétta.
Heimildarmaður Buisness Insider greinir frá því að Musk íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í Evrópu eða að loka fyrir notendur samfélagsmiðilsins innan ESB. Síðari leiðin er svipuð og sú sem Meta kaus fyrir appið Threads.
Í síðustu viku var greint frá því að ESB saki X um að dreifa upplýsingafölsun í tengslum við átökin milli Ísrael og Hamas.
Málið er nú til rannsóknar hjá ESB og gæti rannsóknin leitt af sér umfangsmiklar sektir á hendur X.