Stefnumót tunglsins og júpíters í kvöld

Tunglið fer á stefnumót með Júpíter í kvöld, en útsýnið …
Tunglið fer á stefnumót með Júpíter í kvöld, en útsýnið verður líklegast ekki upp á sitt besta. AFP

Tunglið mun eiga sitt mánaðarlega stefnumót við Júpíter nú í kvöld. Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem stjörnu-Sævar, segir veður líklegast ekki bjóða upp á þetta fallega sjónarspil, en ef svo vill til að fólk eigi sjónauka og veður leyfi þá verða fimm tungl á himni.

Svipar þetta til atburðarins er tunglið fór fyrir Venus fyrr í mánuðinum, en það er þó aðeins sjaldgæfari atburður, en stefnumót kvöldsins í kvöld. 

„Með sjónauka á Júpíter sérðu fjögur tungl eða Galíleó tunglin, þannig ef þú veist hvert þú átt að beina sjónaukanum sérðu fimm tungl á himni.“

Síðasta stefnumót tunglsins var við Satúrnus, en „ég held að það hafi farið framhjá flestum,“ segir Sævar, en veður bauð ekki upp á gott útsýni. 

Næsta stefnumót um Þorláksmessu

Spáin er ekki sú besta fyrir kvöldið í kvöld, en hún bendir til þess að alskýjað verði á stefnumótinu. 

Veðurvefur mbl.is

„Ef maður missir af því núna, þá bíður maður bara í mánuð til viðbótar,“ segir hann og að næsta stefnumót verði í kringum Þorláksmessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert