Yfir milljarður manna glímir við offitu

Margir þjást af offitu í heiminum.
Margir þjást af offitu í heiminum. Ljósmynd/Colourbox

Yfir milljarður manna víðsvegar um heiminn þjáist af offitu, samkvæmt tölum sem birtust í læknatímaritinu The Lancet.

Þar á meðal eru 880 milljónir fullorðinna og 159 milljónir barna. Tölfræðin er frá árinu 2022.

Mesta offitan mældist í Tonga og á Samóaeyjum hjá konum en á Samóaeyjum og Nauru hjá körlum, þar sem um 70 til 80% fullorðinna glíma við offitu, að því er BBC greindi frá.

Þegar þjóðirnar 190 í rannsókninni eru skoðaðar kemur í ljós að Bretland var í 55. sæti hjá körlum og því 87. hjá konum.

Alþjóðlegt teymi vísindamanna segir mikla þörf fyrir miklar breytingar á því hvernig tekist er á við offitu.

Offita getur aukið líkurnar á því að fólk lendi í alvarlegum heilsufarsvandamálum. Hjartasjúkdómar, sykursýki 2 og sumar tegundir krabbameins eru þar á meðal.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert