Vinna við nýja aðgerðaáætlun í gervigreind er í fullum gangi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi stuttlega frá áætluninni í ræðu sinni á Iðnaðarþingi í síðustu viku.
Áslaug segir í samtali við Morgunblaðið að aðgerðaáætlunin sé unnin í samstarfi við flest önnur ráðuneyti.
Segir Áslaug útgangspunktinn í ræðu sinni hafa verið mikilvægi þess að auka verðmætasköpun á Íslandi til að mögulegt sé að halda áfram að bæta lífskjör fólks.
Það sé hennar skoðun að Ísland eigi að vera stórhuga í því að vera samkeppnishæft fyrir fólk og fyrirtæki.