Myndskeið: Brot úr halastjörnu lýsti upp himininn

Brot halastjörnunnar lýsti upp himinn yfir Spáni og Portúgal með …
Brot halastjörnunnar lýsti upp himinn yfir Spáni og Portúgal með blágrænni birtu. Skjáskot

Blágrænt halastjörnubrot lýsti upp himininn yfir Spáni og Portúgal á laugardagskvöld samkvæmt Geimferðastofnun Evrópu (ESA). 

Stofnunin deildi myndskeiði af stjörnudýrðinni og sögðu greiningarvinnu standa yfir á stærð og stefnu „loftsteinsins“ og hvort einhver brot hefðu fallið til jarðar.

Kom síðar í ljós að sjónarspilið stórfenglega hafi verið brot úr halastjörnu en ekki loftsteinn. Brotið hafi hrapað á um 45 kílómetra hraða á sekúndu og síðar brunnið upp yfir Atlantshafinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert