Hjörtur Pálmi gengur til liðs við Defend Iceland

Hjörtur Pálmi Pálsson, netöryggis- og samfélagsstjóri hjá Defend Iceland.
Hjörtur Pálmi Pálsson, netöryggis- og samfélagsstjóri hjá Defend Iceland. Ljósmynd/Aðsend

Hjörtur Pálmi Pálsson hefur gengið til liðs við Defend Iceland. Hann mun stýra uppbyggingu samfélags netöryggissérfræðinga fyrirtækisins og leiða greiningu og úrvinnslu þeirra öryggisveikleika sem finnast hjá viðskiptavinum Defend Iceland.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Defend Iceland.

Hlakkar til að efla netöryggi íslensks samfélags

Í tilkynningunni segir að Hjörtur sé með BSc gráðu í netöryggi frá háskólanum Noroff í Noregi. Þá segir að hann hafi víðtæka reynslu í tengslum við netöryggi og hafi starfað hjá mörgum stórum alþjóðlegum fyrirtækjum meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Kína og Þýskalandi.

„Ég er gríðarlega spenntur að vera kominn til liðs við Defend Iceland og hlakka til að vinna með frábærum hópi öryggissérfræðinga við að efla netöryggi íslensks samfélags. Með sameinuðum kröftum munum við skapa öruggara stafrænt umhverfi og þjálfa nýja hæfileika. Það er mér mikil ánægja að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að láta sýn Defend Iceland verða að veruleika,“ er haft eftir Hirti í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert