Norðurljós gætu sést í kvöld

Himininn varð lítríkur í Wendover í Utah-ríki í Bandaríkjunum í …
Himininn varð lítríkur í Wendover í Utah-ríki í Bandaríkjunum í maí á þessu ári. AFP/Blake Benard

Gríðarlegar sprengingar á sólinni hafa orðið til þess að Haf- og lofts­lags­stofn­un­ Banda­ríkj­anna (NOAA) hefur varað við segulstormi í kvöld og á morgun.

Gæti orðið svo að norðurljós verði áberandi á næturhimni í norðurhluta Bandaríkjanna og í Evrópu á þeim tíma, en talið er líklegast að svo verði í kvöld.

Í maí á þessu ári varð kröftugasti segulstormur sem mælst hefur frá árinu 2003, og sáust norðurljós víða um heim. Ekki er talið að segulstormur þessarar viku verði eins kraftmikill. 

Seg­ul­storm­in­um geta fylgt marg­vís­leg­ar trufl­an­ir á gervi­hnött­um, GPS-kerf­um og raf­orku­neti.

Skýjaspáin á miðnætti. Grænt þýðir skýjað.
Skýjaspáin á miðnætti. Grænt þýðir skýjað. Kort/Veðurstofa Íslands

Allmikil virkni á Íslandi

Spáð er talsverðri norðurljósavirkni hér á landi í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. 

Víða verður þó skýjað, en helst er útlit fyrir að hægt verði að sjá norðurljósin á Norðurlandi. Óvíst er er hvort það nái að verða nægilega dimmt til þess að ljósin sjáist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert