Myndavélabílar Apple vilja til Grindavíkur

Bifreið á vegum Apple í Vesturbænum.
Bifreið á vegum Apple í Vesturbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérfræðingar á vegum bandaríska tæknirisans Apple eru staddir hér á landi til að kortleggja akbrautir með sérstökum „Look Around“-myndavélabílum. Þá munu sérfræðingar kortleggja á fæti gönguleiðir sem ekki er hægt að keyra í Reykjavík.

Verkefnið hófst í lok júlí en myndavélabílar Apple voru hins vegar komnir í alla landshluta þegar í byrjun ágúst. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun næsta mánaðar en tilgangurinn er að safna gögnum til að bæta „Look Around“-þjónustu kortaviðmóts Apple.

Gera ekkert nema með leyfi

Samkvæmt áætlun Apple mun einn myndavélabílanna aka um götur Grindavíkurbæjar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki hafa upplýsingar um fyrirhugaðar ferðir bíla Apple, en segir að tæknirisinn þurfi sérstakt leyfi til að keyra um Grindavík rétt eins og aðrir sem þangað vilja.

„Ég hef ekki heyrt af þessu,“ segir Úlfar í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Þeir gera ekkert nema með leyfi, það er bara þannig.“ En eins og þjóð veit þá er ástandið í Grindavík afar kvikt og óljóst.

Apple segir í tilkynningu að friðhelgi einkalífs skipti fyrirtækið máli og að engin andlit eða bílnúmer verði sýnileg. Skyldi einhver vilja óska sérstaklega eftir ritskoðun á efni sem birt verður í „Look Around“-þjónustunni getur sá hinn sami sent tölvupóst á mapsimagecollection@apple.com.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert