Íslenskur tölvuleikur á Steam

Tölvuleikurinn Starborne Frontiers er á leiðinni á leikjaveituna Steam.
Tölvuleikurinn Starborne Frontiers er á leiðinni á leikjaveituna Steam. Ljósmynd/Aðsend

Íslenski tölvuleikurinn Starborne Frontiers er á leiðinni á leikjaveituna Steam.

Starborne Frontiers er tölvuleikur íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds.

Í tilkynningu frá Solid Clouds kemur fram að Steam sé stærsta PC-tölvuleikjaveita heims, með einn milljarð flettinga á dag og 132 milljónir virkra mánaðarlegra spilara.

Ætla að þýða yfir á kínversku

Áður var aðeins hægt að spila tölvuleikinn í snjalltækjum en nú verður hann einnig aðgengilegur á PC.

Solid Clouds er einnig að undirbúa að þýða tölvuleikinn á nokkur tungumál, þar á meðal Fyrirtækið stefnir á að dreifa leiknum til kínverskra notenda um næstu áramót í gegnum Steam en kínverski leikjamaðurinn er með um fjórðung af sölu tölvuleikja í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert