Á leið í sögulega geimgöngu

SpaceX hleypti af stokkunum sögulegum leiðangri sínum, Polaris Dawn, í dag. Um borð í geimfari fyrirtækisins eru fjórir almennir borgarar sem munu taka þátt í fyrstu geimgöngu fólks sem starfar ekki sem geimfarar.

Hópurinn gekkst undir yfir tveggja ára þjálfun vegna leiðangursins og klæðist fólkið nýjum hátækniklæðnaði frá SpaceX.

Stefnan er tekin á að fljúga lengra út í geiminn en nokkuð annað mannað geimfar hefur farið í yfir hálfa öld.

Búist er við að geimfarið nái 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu á fyrsta degi sínum í geimnum áður en það lækkar hæð sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert