Google sendir inn kvörtun vegna Microsoft

Google hefur sent kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna viðskiptahátta Microsoft.
Google hefur sent kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna viðskiptahátta Microsoft. AFP/Noah Berger

Tæknirisinn Google hefur sent inn kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna háttsemi Microsoft. Sakar Google samkeppnisaðila sinn um að brjóta samkeppnislög í tengslum við áskriftir að skýjaþjónustu.

 Telur Google að Microsoft þvingi viðskiptavini sína til þess að nota þjónustu Microsoft frekar en annarra sem bjóða upp á skýjalausnir.

Hefur Microsoft hækkað verð þegar þjónusta eins og Windows Server er ekki notuð á Azure skýjaþjónustu Microsoft, t.d. á Google cloud, Amazon AWS o.s.frv.

Segir Google að hækkunin nemi allt að 400% og þannig beiti Microsoft samkeppnishamlandi aðferðum til koma í veg fyrir að notendur í Evrópu geti fært sig á milli skýjaþjónustufyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert