„Víðsfjarri“ markmiðinu árið 2030

Fólk syndir í sjónum í La Jolla í Kaliforníu.
Fólk syndir í sjónum í La Jolla í Kaliforníu. AFP/Brendan Smialowski

Núverandi loforð heimsins vegna loftslagsvandans myndu aðeins draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 2,6 prósent fyrir árið 2030, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Það er aðeins brot af því sem þörf er á til að koma í veg fyrir verstu mögulegu áhrif vegna hlýnunar jarðar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar. 

Simon Stiell, yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að skuldbindingar þjóða heims væru „víðsfjarri“ 43 prósenta minnkuninni sem þörf væri fyrir á þessum áratug til að draga úr hlýnun jarðar um 1,5 stig og „koma í veg fyrir að hlýnun jarðar lami efnahag þjóða og eyðileggi líf og lífsviðurværi milljarða manna víðsvegar um heiminn.”

„Niðurstöður skýrslunnar eru afdráttarlausar en koma ekki á óvart,” sagði Stiell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert